Grýtubakkahreppur, Norðurþing og Þingeyjarsveit - Ekki innheimt gjald fyrir ávexti

Frá Grenivík                                                Mynd grenivik.is
Frá Grenivík Mynd grenivik.is

Ekki verður innheimt gjald fyrir þjónustu mötuneytis Grenivíkurskóla við nemendur skólans fá og með haustinu 2024. Allur matur sem börnin fá í skólanum, morgunmatur, hádegisverður, ávextir eða annað er gjaldfrjáls. Áður var innheimt eitt gjald fyrir allan mat.

„Hér eru bæði fríar skólamáltíðir í leik og grunnskóla,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Þingeyjarsveit.

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi í Norðurþingi segir nokkuð um liðið frá því mjólkuráskrift var hætt í Borgarholtsskóla þar sem þátttaka var orðin mjög lítil. „Sveitarfélagið hefur fram að þessu eingöngu innheimt fyrir hádegisverð sem nú verður gjaldfrjáls,“ segir Jón.  Boðið er upp á ávexti í grunnskólunum þremur og morgunverð í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar þar sem boðið er upp á mjólk ef svo ber undir. Bæði ávextir og morgunverður hafa verið gjaldfrjáls undanfarin ár.

Hörgársveit  innheimtir ekki gjald fyrir ávexti líkt og kom fram í blaðinu í liðinni viku. Svalbarðsstrandarhreppur ekki helgu.  Á Akureyri og Eyjafjarðarsveit er innheimt gjald. Ávaxtastund í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit kostar 63 krónur Akureyrarbær lækkaði sína gjaldskrá frá því sem ákveðið hafið verið um síðastliðin áramót. Þeir sem kaupa ávexti í skólanum greiða nú 2.089 krónur á mánuði og mjólkuráskriftin er á 923 krónur á mánuði eftir lækkun.

 

Nýjast