20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Græni hatturinn Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk og textana hans
Hljómsveitin Djúpilækur heldur tónleika helgaða dægurlagatextum Kristjáns frá Djúpalæk á Græna hattinum laugardaginn 26 október kl. 15.
Á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar nutu dægurlög við texta skáldsins mikilla vinsælda og má þar nefna Sjómannavalsinn, Þórð sjóara og Vor í Vaglaskógi.
Það þótti nokkrum tíðindum sæta að svo mikið skáld skyldi leggja lag sitt við dægurmenninguna með þessum hætti, en Kristjáni þótti þetta sjálfsagt mál. Halldór Gunnarsson sem kynntist Kristjáni í bernsku, mun á milli laga fjalla um hvers vegna Kristján lagði áherslu á þetta listform, skoða tengsl hans við lagahöfunda, kanna hans pólitísku sýn, tengsl við átthagana og fleira.
Kristján setti svip sinn á bæjarlíf Akureyrar, en þar bjó hann ásamt eiginkonu sinni Unni Friðbjarnardóttur stóran hlut ævi sinnar eða frá 1943-1949 og síðan frá 1961 til æviloka 1994. Meðfram skáldskapnum gegndi Kristján ýmsum stöfum á Akureyri, s.s. kennslu og var um tíma ritstjóri Verkamannsins.
Hljómsveitina Djúpalæk skipa auk Halldórs, sem spilar á harmonikku og píanó, þau Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari og söngkonan Íris Jónsdóttir.