20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Góð gjöf Rafmanna til VMA
Rafiðn- og þjónustufyrirtækið Rafmenn á Akureyri færði rafiðnbraut VMA í dag veglega afmælisgjöf á 40 ára afmælisári skólans, gjafabréf að upphæð kr. 500.000 til endurnýjunar á verkfærum og búnaði til kennslu í rafvirkjun/rafeindavirkjun. Gjafabréfið er í formi inneignar hjá Fagkaupum (Johan Rönning) á Akureyri.
Haukur Eiríksson, brautarstjóri rafiðnbrautar VMA, segir þessa peninga koma að afar góðum notum og þeir verði nýttir til endurnýjunar á kennslubúnaði, m.a. rafmagnsverkfærum, borvélum, skrúfvélum o.fl.
Fyrirtækið Rafmenn ehf. var stofnað árið 1997 og hefur það eflst mjög og dafnað á þeim 27 árum sem það hefur starfað. Meirihlutaeigandi og stofnandi Rafmanna er Jóhann Kristján Einarsson rafvirkjameistari en meðeigendur hans í fyrirtækinu í dag eru Eva Dögg Björgvinsdóttir viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri, Ketill Þór Thorstensen rafvirkjameistari og verkstjóri, Björgvin Björgvinsson rafvirki og verkstjóri og Halldór Eiríksson rafvirkjameistari og verkstjóri.
Rafmenn annast alhliða þjónustu í heimilis- og fyrirtækjalögnum, öryggis-, síma og tölvulögnum. Einnig þjónustar fyrirtækið rafbúnað í hinum ýmsu tækjum fyrir fjölda fyrirtækja.
Frá þessu segir á vma.is