Glæsilegt jólatré myndað í heimsiglingunni!

Skemmtilegt uppátæki.
Skemmtilegt uppátæki.

Togarinn Björg EA 7 kom til Akureyrar í morgun með um 90 tonn eftir tveggja sólarhringa veiðar. Aflinn fer til vinnslu í húsum Samherja á Dalvík og Akureyri, en unnið er þar dag.

Á heimsiglingunni var eins og venjulega unnið við að þrífa skipið og ákvað skipstjórinn, Árni Rúnar Jóhannesson að mynda stærðarinnar jólatré í siglingatölvunni, eftir áskorun frá Kjartani Vilbergssyni yfirvélstjóra.
 
,,Þetta er ansi jólalegt, tréð er 5,347 metrar á breidd og hæðin er 4,678 metrar. Siglingaleiðin er 4,6 kílómetrar og þetta var sannkölluð jólahreingerning," segir Árni skipstjóri, sem er kominn í hið eina og sanna  jólaskap.
 
Björg EA 7 ,,plantaði" risavöxnu jólatré
 

 

 

Nýjast