27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Fræðslumál eru langstærsti útgjaldaliður Eyjafjarðarsveitar
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 var tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 24. mars sl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu 2021. Helstu niðurstöður:
Rekstrartekjur A og B-hluta voru 1.279 millj. sem er um 8,2% umfram áætlun ársins.
Laun og launatengd gjöld voru 633,7 millj. en áætlun ársins gerði ráð fyrir 634,4 millj.
Hækkun launakostnaðar milli ára var 8 % sem kemur að mestu til vegna nýrra kjarasamninga. Launakostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum er 50,7% og lækkaði um 0,1% milli ára.
Annar rekstrarkostnaður var 469,4 milljónir sem er um 1,9% umfram áætlun.
Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 133,5 milljónir.
Langt stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins er vegna fræðslumála og var á árinu 2021 653,9 milljónir, eða 58,8% af skatttekjum. Áætlun ársins var 653,1 milljón.
Langtímaskuldir A-hluta eru engar. A-hluti rekstrar er allur rekstur sveitarfélagsins að undanskyldum rekstri leiguíbúða og fráveitu.
Langtímaskuldir B-hluta eru 57,8 milljónir og eru það íbúðalán vegna leiguíbúða. Skuldaviðmið sveitarfélagsins samkv. reglugerð er 0%
Veltufé frá rekstri var 152,4 milljónir. eða 12,4%. Nettó fjárfestingar ársins voru 58.1 milljón.
„Staða sveitarfélagsins er sterk, reksturinn er í góðu jafnvægi og sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru s.s. bygging leikskóla og viðbygging við grunnskólann,“ segir í tilkynningunni.