20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Frábært nesti fyrir unga menn í fjallgöngur á sumrin og í skólann“
„Frábært nesti fyrir unga menn í fjallgöngur á sumrin og í skólann“
„Í gegnum tíðina hef ég alltaf verið mikil uppskriftakelling og ekki bakað eða eldað án þess að hafa teskeiðarnar á hreinu. Mér hefur hins vegar farið mikið fram í að breyta til og betrumbæta uppskriftirnar a.m.k. að mínu mati,“ segir Steinunn A. Ólafsdóttir sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með matarkrók vikunnar. „Hafraklattar eru ómissandi allt árið um kring. Þeir eru frábært nesti í fjallgöngur á sumrin og í skólann fyrir unga menn. Því borgar sig ekki að baka minna en tvöfalda uppskrift. Mjög gott er að frysta klattana og taka svo út eftir þörfum.
Hafraklattar úr Mosó:
1 bolli lint smjör
½ eða 2 dl matarolía
½ bolli sykur/hrásykur ½ ég sleppi þessu yfirleitt til að minnka sykurinn
1 bolli púðursykur
2 tsk vanillusykur
2 egg
Allt sett í skál og þeytt vel saman.
1,25 bollar hveiti
½ spelthveiti eða sambland af heilhveiti og hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 tsk kanill ½ allt í lagi að setja minna eða meira
Þessu er síðan bætt útí þeyttu blönduna og hrært lítillega.
3 bollar haframjöl
200 gr rúsinur ½ líka hægt að setja döðlur, ber eða hnetur
Að lokum er þessu blandað saman við. Deigið á að vera frekar blautt. Búnar eru til kúlur, settar á bökunarplötu og flattar út. Ef kúlurnar eru mikið flattar út verða klattarnir stökkir en þykkari kúlur verða mýkri. Klattarnir eru bakaðir við 200°C í 7-8 mínútur. Mikilvægt er að baka þá ekki of lengi. Ekki láta ykkur bregða þó að þeir séu dúnmjúkir eftir baksturinn. Þeir dökkna aðeins og harðna þegar þeir kólna.
Við erum dugleg að grilla á sumrin og þá er þetta brokkólí-salat alveg ómissandi.
Brokkolí-salat:
1 brokkolíhaus skorið niður
½ bolli rúsínur
¼ laukur skorinn smátt
Dressing :
1 bolli majones eða sýrður rjómi
2 msk hvítvínsedik
½ bolli ahorn sýróp
Dressingunni er hellt yfir og öllu blandað vel saman. Salatið er best ef það er búið til fyrirfram, látið standa í ísskáp í amk 10 klst fyrir neyslu og hrært oft í eða skálinni snúið. „Ég skora á systur mína, Elísu A. Ólafsdóttur, að koma með uppskriftir í næsta Matarkrók.“