Flugvél Niceair komin og fékk nafnið Súlur
Eyjafjörður skartaði sínu fegursta þegar Airbus 319 vél Niceair flug í fyrsta sinn inn til lendingar á Akureyrarflugvelli. Eliza Read forsetafrú afhjúpaði nafn vélarinnar, Súlur eftir ástkæru bæjarfjalli Akureyringa. Vélinn var flogið frá Lissabon þar sem hún var í viðhaldi og var máluð í einkennislitum félagsins.
Flutt voru ávörp við komu vélarinnar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri og einn eigenda sagði merkum áfanga náð og í sama streng tóku Ásthildur Sverrisdóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarsjóri á Akureyrarflugvelli. Væntingar eru miklar um bjarta framtíð ferðaþjónustu á norðanverðu landinu með tilkomu félagsins og eins eru bæjarbúar og nærsveitarmenn hamingjusamir með að geta nýtt sér beint flug út í heim án þess að aka fleiri hundruð kílómetra suður á Keflavíkurflugvöll.
Eliza Reid nefndi í sínu ávarpi að meirihluti þeirra útlendu ferðamanna sem koma í annað sinn til Íslands vilji gjarnan fara á aðrar slóðir en hinar hefðbundnu syðra og taldi að tilkoma flugfélagsins hefði mikið aðdráttarafl fyrir Norðurlandi.
Fyrsta flug Niceair verður frá Akureyri til Kaupmannahafnar á fimmtudag, 2. júní og er uppselt í það flug. Flogið verður tvisar í viku til Kaupamannahafnar og tvisvar til Lundúna, fyrsta flug þangað verður á föstudag. Auk þess verður flogið einu sinni í viku til Tenerife. Bókanir í fyrstu flug félagsins líta vel út og er uppselt í fyrsta flugið. Næsta haust bærist Manchester við í áætlun félagsins.