Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Fjölmenn afmælis og sjómannahátíð
Það var fjölmenni sem mætti á matsal ÚA í gær þegar þess var minnst að 50 ár voru liðin frá því að Kaldbakur EA 301 sigldi til heimahafnar nýsmíðaður frá Spáni. Við þetta tilefni voru afhjúpuð líkön af Kaldbak/Harðbak og einnig Sólbak sem var fyrsti skuttogari ÚA. Það eru fyrrum sjómenn ÚA undir forgöngu Sigfúsar Ólafs Helgassonar sem voru hvatamenn að þessum smíðum.
Karlakór Akureyrar söng fyrir athöfn og ræður fluttu Freysteinn Bjarnason, vélstjóri á Kaldbak, Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri á Kaldbak og reyndar var hann lika stýrirmaður að Harðbak. Sævar Örn Sigurðsson loftskeytamaður á Harðbak tók einnig til máls.
Sigfús Ólafur stjórnaði hátíðinni.
Hilmar Friðjónsson var að staðnum og fangaði stemmninguna.