Eyjafjarðardeild Rauða kossins Tekjur af fatasölu tæpar 40 milljónir

Verslun Rauða krossins á Akureyri er til húsa í Viðjulundi 2   Mynd ja.ia
Verslun Rauða krossins á Akureyri er til húsa í Viðjulundi 2 Mynd ja.ia

Heildartekjur af fatasölu Eyjafjarðardeildar Rauða krossins voru um 39.400.000 krónur á liðnu ári. Það er  tæplega 1 milljón meira en árið 2022.

 Þessu til viðbótar var seldur fatnaður úr verslunum og á mörkuðum deildarinnar fyrir fatakort að andvirði tæpum 4,5  milljónum króna að því er fram kemur í ársskýrslu deildarinnar.

Mest er salan á Akureyri, en tekjur af fataverslun þar voru  tæplega 24 milljónir, 5,2 milljónir á Dalvík og  1,2 milljónir á Ólafsfirði. Sjálfboðaliðar í fataverslunum og fatamörkuðum voru 55; 45 á Akureyri, 6 á Dalvík, og 4 í Ólafsfirði.

 Deildin skilaði tæpum 12,4 milljónum króna til sameiginlegra verkefna á landsvísu og tekjur af verkefninu standa undir verulegum hluta af rekstrarkostnaði deildarinnar. Söfnun og endurnýting fatnaðar hefur víðtækara samfélagslegt gildi. Án þessarar starfsemi þyrftu íbúar á svæðinu að losa sig við þessa tegund úrgangs með öðrum hætti, með tilheyrandi kostnaði,

Nýjast