Þröstur sveitarstjóri, Gísli Gunnar oddviti

Gísli Gunnar Oddgeirsson og Þröstur Friðfinnsson sem verður sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi næstu f…
Gísli Gunnar Oddgeirsson og Þröstur Friðfinnsson sem verður sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi næstu fjögur ár. Mynd á vefsíðu Grýtubakkahrepps

Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi til næstu fjögurra ára. Hann var sveitarstjóri í hreppnum síðastliðin fjögur ár. Ráðningarsamningur við hann var undirritaður á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps. Þá var Gísli Gunnar Oddgeirsson kjörinn oddviti og Þorgeir Rúnar Finnsson varaoddviti. Fjólu V. Stefánsdóttur sem verið hefur oddviti undanfarin fjögur ár voru þökkuð góð störf.

Fram kemur á vefsíðu Grýtubakkahrepps að góður andi hafi ríkt á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar og að gengið verði með jákvæðni og bjartsýni til góðra verka, „enda mikið að gerast í sveitarfélaginu og spennandi tímar framundan.“

Nýjast