Einn slasaðist í snjóflóði á Akureyri
Laust eftir kl. 13:00 í dag fengu viðbragðsaðilar á Akureyri tilkynningu um að snjóflóð hefði fallið á svæðinu ofan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og hafi einn skíðamaður, sem þar var á ferðinni, lent í því. Með honum í för voru þrír aðilar sem komu honum til aðstoðar, hann grófst ekki í flóðinu, en var slasaður eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra
Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri og björgunarsveitin Súlur á Akureyri kölluð út til aðstoðar daglegum viðbragðsaðilum.
„Með aðstoð starfsmanna í Hlíðarfjalli voru sjúkraflutingamenn fluttir á slysavettvang og bjuggu þeir um hinn slasaða til flutnings sem var síðan fluttur á SAk til aðhlynningar. Ekki er vitað um ástand hins slasaða að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.