Ein með öllu í gegnum linsur Hilmars Friðjónssonar

Fólk safnaðist saman hver sem boðið var uppá skemmtidagskrá  Myndir  Hilmar Friðjónsson
Fólk safnaðist saman hver sem boðið var uppá skemmtidagskrá Myndir Hilmar Friðjónsson

Einni með öllu lauk í gærkvöldi með glæsilegum Sparitónleikum og  flugeldasýningu.  Óhætt er að fullyrða að mjög mikil þátttaka var meðal bæjarbúa og gesta og liklega hafa ekki oft verið jafnmargir samankomnir á  tónleikasvæðinu og í gærkvöldi.   

Allt fór  vel fram sem er svo sannarlega ánægjulegt.

Annars má segja að út um allan bæ hafi fólk veriða gera sér glaðan dag alla helgina og eins og á tónleikunum í gær var mikil og góð þátttaka víðsvegar og brosandi andlit út um allt.  

Sú breyting var í ár að mikið ar um að var á miðbæjarsvæðinu og er ljóst að sú breyting  féll i kramið hjá fólki, Mömmur og möffins voru að þessu sinni með sölu á torginu og seldist upp hjá þeim. 

Skógardagurinn var þó eðlilega í Kjarnaskógi í gær og þangað lét fólk sig ekki vanta, Súlur Vertical eflist og verður vinsælla.

Virkilega velheppnuð helgi og ástæða til þess að óska Dabba Rún og Viðburðastofu Akureyrar  til hamingju með velheppnaða dagskrá sem höfðaði svo sannarlega til allra.

Hilmar  Friðjónsson myndasmiður var að ferð og flugi um bæinn og festi augnablikið, hann gaf okkur góðfuslegt leyfi fyrir myndbirtingum sem hér koma.


Athugasemdir

Nýjast