Ein með öllu, hvað er i boði í dag?
Það ættu allir að finna sér eitthvað til skemmtunnar á Einni með öllu í dag það er óhætt að segja að það sér fjölmargt í boði og ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu.
Hér má fyrir neðan lesa hvernig bæjarbúar og gestir okkar geta skemmt sér í dag.
Út um allan bæ
Keppendur í Súlur Vertical á hlaupum.
Ráðhústorg
10:00 til 15:00 - Ivan Vujcic og Goran kema sér fyrir á torginu fyrir utan Vamos og heilgrilla skrokk.
12:00 til 17:00 - Dýravinir POP UP þar sem kynna það helsta frá þeim, gefið verður smakk fyrir dýrin og lukkuhjól verður á staðnum þar sem hægt er að vinna ýmislegt!
13:00 - Markaðsstemning - Það verður markaðsstemning á torginu þar sem hægt verður að gera góð kaup á alls kyns munum.
14:00 til 16:00 - Mömmur og möffins - Við ætlum að hittast og eiga notalega stund á Ráðhústorginu með ljúffengum möffins, kökum og tónlist. Öll innkoma viðburðarins rennur líkt og áður til Fæðingadeildarinnar á Akureyri. Tökum með okkur teppi og góða skapið. *Posi á staðnum.
14:30 - Klói kemur og heimsækir Mömmur og möffins. Hann ætlar að gleðja krakkana með kókómjólk og fleiri glaðningum!
15:00 - N1 Krakkaveisla á torginu -Meðlimir Hvolpasveitarinnar koma til að dansa og skemmta sér með börnunum. Í framhaldi af því verður slegið upp krakka balli á torginu í boði N1 þar sem Kata Vignis stjórnar danshreyfingum og heldur uppi fjörinu.
Útisvæði Sykurverks
14:00 - Húlladúllan verður á útisvæði Sykurverks og skemmtir fyrir alla fjölskylduna í boði Sykurverks. Sannkölluð sirkusstemning og mikið húllafjör!
Útisvæði Múlaberg
17:00 - Páll Óskar mun trylla líðinn á útisvæði Múlabergs, laugardaginn 3.ágúst.
Slegið verður upp sviði við inngang Múlabergs og Hótel KEA þar sem Páll Óskar mun sjá til þess að halda uppi svakalegri stemningu.
Við mælum með að mæta snemma, næla sér í sæti á útisvæðinu og nýta sér happy hour á milli 16:00 til 18:00.
Vamos
20:00 - 22:00 - Það verða RISA tónleikar í boði í miðbænum fyrir utan Vamos!
Bríet, Birnir, Aron Can og norðlenska hljómsveitin 7.9.13 stíga á svið og halda uppi stemningunni allt kvöldið!
*Frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00
Skógarböðin
22:00 - Bríet X Skógarböðin - Tryggið ykkur miða í böðin á https://www.forestlagoon.is/
Leikhúsflötin
12:00-00:00 - Tvö tívolí á leikhúsflötinni
Glerártorg
Upplifðu einstakan götumarkað á Glerártorgi um verslunarmannahelgina. Ótrúleg tilboð og afslættur á úrvalsvörum.
Opnunartími Glerártorgs um verslunarmannahelgina:
Fim: Opið 10:00-18:00
Fös: Opið 10:00-18:00
Lau: Opið 10:00-17:00
Sun: Opið 12:00-17:00
Mán: Lokað
LYST - Lystigarðinum
21:00 - Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 3. ágúst Ath kl 21.00
Miðasala: https://lyst.is/vidburdir/birkir-blaer-a-lyst/
Græni Hatturinn
Stjórnin
Sjallinn
Birnir - Bríet - Aron Can - Páll Óskar
Götubarinn
Opið frá 16:00-03:30