„Ég ákvað ein að vera mamma þín“

"Það sem átti að vera ein nótt á sjúkrahúsi varð að tíu nóttum. Ríkey var bara tveggja ára og ég hugsaði með mér; ef ég lifi þetta ekki af verður dóttir mín munaðarlaus." Mynd/Þröstur Ernir
Kristín Ísleifsdóttir þráði heitt að eignast barn og ákvað að verða mamma ein með því að fara í tæknifrjóvgun þegar henni fannst tíminn vera að hlaupa frá sér. Þegar dóttir hennar var rétt tveggja ára dundið hins vegar áfallið yfir er Kristín greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Kristín segir áhrifamikla sögu sína í Vikudegi sem kom út í gær.