Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts

Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrark…
Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17

Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17

Á efnisskránni verða gullfalleg kórverk og hljóðfæraverk frá lokum 15. aldar og frá 16. öld.
Scandinavian Cornetts and Sackbuts taka þátt í stærri verkefnum, svo sem flutningi á verkum
eins og Monteverdi Mariavesper og Orfeo, en koma einnig fram sem sjálfstæð sveit.
Meðlimir hljómsveitarinnar spila á hljóðfæri endurreisnarinnar, zink (cornett) og
endurreisnarbásúnur (sackbut) og eru þau öll sérhæfð í flutningi á endurreisnartónlist og í
fremstu röð í leik á þessi stórmerkilegu hljóðfæri. Þau eiga frábæran tónleikaferil með fremstu
tónlistarhópum Evrópu.


Meðlimirnir að þessu sinni eru:


Conor Hastings (England), Nils Carlsson (Svíþjóð), Marit Lund Bjørnsen (Noregur) og
Christoph Schnaithmann (Svíþjóð)
Sérstakur gestur verður Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari.
Cornett og Sackbut voru lykilhljóðfæri sem voru mikið notuð á endurreisnartímanum og
snemma á barokktímanum, sérstaklega í kirkju- og kammermúsík. Þau voru forverar nútíma
hljóðfæra eins og trompets og básúnu.
Cornett (Zink á þýsku)
- Cornett er tréblásturshljóðfæri með munnstykki úr málmi, svipað og í trompet.
- Það er gert úr viði sem er klæddur með leðri og er með sex fingragöt, svipað og blokkflauta.
- Cornett er með bjartan, mjúkan og syngjandi hljóm og var notað í bæði trúarlegri og
veraldlegri tónlist.
- Hljóðfærið var sérstaklega vinsælt á 16.öld og fyrri hluta 17. aldar og var oft notað með
söngröddum, því það hafði sérlega mannlegan tónlit.
Sackbut (forveri básúnunnar)
- Sackbut er forveri nútíma básúnunnar og er með mjúkan, áberandi en ekki eins skæran tón
og nútíma básúna.
- Sackbut er með útdraganlegan sleða eins og básúnan í dag, en með mjórri og beinni bjöllu
- Sackbuts komu í ýmsum stærðum, frá sópran til bassa
- Hljóðfærið var mikið notað í kirkjutónlist, konunglegum hirðhljómsveitum og í samspili við
cornets.


Saman mynduðu cornetts og sackbuts oft sveitir sem léku bæði í trúarlegum athöfnum og
hirðtónlist. Þau voru sérstaklega notuð í tónlist eftir tónskáld eins og Gabrieli og Monteverdi.
Á efnisskrá tónleikana eru m.a. verk eftir ítölsku tónskáldin Andrea Gabrieli (1532-1585) i
Ludovico da Viadana (1564-1627), Marco Antonio Ingegneri (1535-1592), flæmska tónskáldið
Josquin des Pres (1450-1521), spænsku tónskáldin Crisóbal de Morales (1500-1553) og Tomás
Luis de Victoria (1548-1611) og bretana Thomas Tallis (1505-1585) og William Byrd (1540-1623)

Stjórnandi á tónleikunum er Eyþór Ingi Jónsson

Miðaverð er 5000 kr.

Nýjast