27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Barnamenningarhátíð í Hofi í dag
Menningarhúsið Hof tekur virkan þátt í Barnamenningarhátíð á Akureyri með fjölbreyttum viðburðum á sumardaginn fyrsta.
Elstu börn leikskólans Hulduheima halda myndlistasýningu í Hofi. Sýningin er byggð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sýningin opnar kl. 15.
Á sama tíma verður alþjóðlegt partí í Hofi þegar krakkar frá ýmsum löndum kynna sig, sýna hver þau eru og hvað þeim finnst skemmtilegt. Partíið ÉG – fjölmenning á Akureyri stendur yfir í Hofi milli kl. 15-17.
Klukkan 17 er komið að stóru stundinni þegar bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson stíga á svið Hamraborgar á Sumartónum Ungmennaráðs Akureyrar, Hofs og Akureyrarbæjar. Bræðurnir munu slá taktinn inn í sumarið og spila sín uppáhaldslög af sinni alkunnu snilld. Norðlenska sveitin Brenndu Bananarnir hita upp fyrir þá bræður. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.
Markmið Barnamenningarhátíðar er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta listar og menningar.