Bægslagangur reyndist aprílgabb

Í gær sögðum við frá því að athugull vegfarandi hafi  veitti því athygli á leið til vinnu á Akureyri að óvenju mikið líf væri að sjá á  Pollinum. Nokkrir Hnúfubakar væru þar að leik og að vegfarandinn hafi sagt að sjónarspilið væri stórfenglegt, og bægslagangur mikill.

Þarna vorum við á ritstjórn Vikublaðsins að bregða á leik í tilefni 1. apríl. Við fengum fregnir af því að þó nokkuð af fólki hafi lagt leið sína niður að bryggju til að bera hvalina augum en væntanlega orðið fyrir vonbrigðum þar sem um aprílgabb var að ræða.

Við hlökkum strax til næsta árs...

Nýjast