27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Bægslagangur hnúfubaka á Pollinum
Aprílgabb...
Athugull vegfarandi veitti því athygli í morgun á leið til vinnu á Akureyri að óvenju mikið líf var að sjá á Pollinum. Nokkrir Hnúfubakar eru þar að leik og segir vegfarandinn að sjónarspilið sé stórfenglegt, og bægslagangur mikill.
Hann tók nokkrar myndir af hvölunum eða eins og hann sjálfur sagði: „Ég gerði heiðarlega tilraun til þess. „Galli við hvali er hve tregir þeir eru til þess að staðnæmast svo betra sé að taka myndir af þeim.“
Hann sagði mesta sjónarspilið hafa verið rétt sunnan við Oddeyrarbryggjuna, sem hann kaus reyndar að kalla Kænugarð, en þar liggur Vilhelm Þorsteinsson við bryggju, „Sú besta sem ég tók [myndin] væri tvímælalaust sú sem sýnir okkur Vilhelm við Kænugarð en nokkru sunnar við hann var mikil sýning en dýrið gat ekki stoppað og því vantar það á myndina," sagði hann og bætti við að hann hafi talið að minnsta kosti 7 hvali.