Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 7 nóvember
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefst 7. nóvember n.k. Alls hafa 31.039 atkvæðarétt í kjördæminu, flestir þeirra og það kemur ekki á óvart frá Akureyri eða 15.057 manns.
Hvar er kosið?
- Akureyri, Strandgötu 16 (Icewear við Oddeyrarskála), virka daga kl. 10.00-15.00.
- Húsavík, Útgarði 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 en föstudaga kl. 9.00-14.00.
- Siglufjörður, Gránugötu 6, mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 en föstudaga kl. 9.00-14.00.
- Þórshöfn, Fjarðarvegi 3, mánudaga til föstudaga kl. 10:00-14:00.
- Dalvík, Ráðhúsinu, alla miðvikudaga kl. 10:00-12:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.
Upplýsingar um lengri opnunartíma og fleiri kjörstaði verður svo auglyst síðar.