Asahláka í kortunum og gul viðvörun

Fylgjum vel með veðri og færð á morgun
Fylgjum vel með veðri og færð á morgun

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi eftirfarandi viðvörun frá sér fyrir skömmu

Nú er hlýindakafli í vændum og gul veðurviðvörun verið gefin út af Veðurstofunni hér á Norðurlandi eystra. Viðvörunin tekur gildi um hádegi á morgun, sunnudag, og varir til mánudagsmorguns. Er það vegna vinds og má búast við vindhviðum allt að 38 m/s.

Samhliða þessum hlýnar mikið í veðri og má reikna með að sjá hitatölur ná allt að 15 stigum með tilheyrandi hláku og vatnavöxtum. Að mati Veðurstofunnar þá mun úrkomubakkinn sem gengur inn á landið sunnanvert á morgun samt ekki ná austur fyrir Tröllaskaga nema þá í litlum mæli.

Hvetjum við alla til að hreinsa frá niðurföllum og þá einnig að huga að lausamunum, s.s. stillönsum og byggingarefni þar sem það á við.

Þá verður samhliða þessum miklu veðurbreytingum mikil hálka og því nauðsynlegt að búa sig rétt til fóta og dekkja séu menn á ferðinni.

Þurfi fólk að vera eitthvað á ferðinni er best að fá upplýsingar um stöðu mála á síðum Vegagerðarinn og Veðurstofunnar hverju sinni.

 

Nýjast