Arna og Atli best
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Atli Jens Albertsson voru kjörin bestu leikmenn meistaraflokka Þórs í knattspyrnu á lokahófi félagsins sl. helgi. Bæði spiluðu þau lykilhlutverk með liðum sínum sem fögnuðu sigri í sinni deild í sumar. Þór/KA varð Íslandsmeistari í kvennaflokki en Þór vann 1. deildina í karlaflokki. Efnilegustu leikmennirnir voru valin þau Sigurður Marinó Kristjánsson og Sandra María Jessen.