Alls sóttu 24 um stöðu framkvæmdastjóra SSNE
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, (SSNE), auglýstu í lok apríl eftir nýjum framkvæmdastjóra.
Umsóknarfrestur var til 19. maí sl. en æskilegt er að nýr framkvæmdastjóri geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk.
Alls sóttu 24 einstaklingar um stöðuna en fimm umsækjenda hafa dregið umsókn sína til baka.
Umsækjendur eru:
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fyrrverandi þingmaður; Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri; Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi; Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri; Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri; Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir; verkefnastjóri; Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri; Hildur Axelsdóttir, kjördæmisfulltrúi; Jónas Egilsson, sveitarstjóri; Kjartan Sigurðsson, ráðgjafi; Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri; Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri, Skúli Gautason, menningarfulltrúi; Snæbjörn Sigurðarson, sjálfstætt starfandi; Svanhvít Pétusdóttir, deildarstjóri; Sævar Freyr Sigurðsson, framkvæmdastjóri; Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri; Þórhildur M. Jónsdóttir, verkefnastjóri og Ágúst Þór Brynjarsson, tónlistarmaður/viðskiptafræðingur.
Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar SSNE segir í skriflegu svari til Vikublaðsins að gert sé ráð fyrir að tilkynna um ráðningu nýs framkvæmdastjóra í síðasta lagi fyrir mánaðarmótin júní/júlí.