Akureyri sigraði Íslandsmeistarana

Akureyri hóf Íslandsmót karla í handknattleik með sigri á Íslandsmeisturum Fram á heimavelli í gær. Akureyri sigraði með sjö marka mun, 25-18, en staðan í hálfleik var 9-6 heimamönnum í vil. Valþór Guðrúnarson var markahæstur í liði Akureyrar með átta mörk og Jovan Kukobat varði fimmtán skot í marki norðanmanna. Sigfús Páll Sigfússon var markahæstur í liði Fram með fimm mörk.

Nýjast