Dagskráin 19. febrúar - 26. febrúar Tbl 7
Akureyri sigraði Íslandsmeistarana
20. september, 2013 - 08:15
Akureyri hóf Íslandsmót karla í handknattleik með sigri á Íslandsmeisturum Fram á heimavelli í gær. Akureyri sigraði með sjö marka mun, 25-18, en staðan í hálfleik var 9-6 heimamönnum í vil. Valþór Guðrúnarson var markahæstur í liði Akureyrar með átta mörk og Jovan Kukobat varði fimmtán skot í marki norðanmanna. Sigfús Páll Sigfússon var markahæstur í liði Fram með fimm mörk.
Nýjast
-
Bæjarstjórn Akureyrar Hækkanir á ferðakostnaði barna og unglinga í tengslum við keppnisferðir í íþróttum veldur áhyggjum
- 21.02
Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert. -
Nýjar sýningar á Listasafninu Sköpun bernskunnar og Margskonar
- 21.02
Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Margskonar I verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 22. febrúar kl. 15. Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, opnar sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sýningarstjóri beggja sýninga er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir. -
Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður í næstu viku
- 21.02
„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson. -
Stjórn SSNE Þungar áhyggjur vegna lokunar flugbrauta
- 21.02
Stjórn SSNE tekur undir ályktanir sveitarstjórna á Norðurlandi eystra sem og yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. -
Búast við góðri helgi í Hlíðarfjalli
- 21.02
Aðstæður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli hafa verið erfiðar síðustu daga og vikur vegna hlýinda en þó hefur tekist að halda brautum opnum og er hvert tækifæri notað til að framleiða meiri snjó. -
Heilbrigðisráðherra í heimsókn á SAk
- 21.02
Alma Möller heilbrigðisráðherra, Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður NA-kjördæmis, og Jón Magnús Kristjánsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra heimsóttu SAk í gær . Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk og Alma Möller heilbrigðisráðherra segja heimsóknina hafa verið ákaflega ánægjulega. -
Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir árið 2025
- 20.02
Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Spáð er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 2.358 manns á næstu tíu árum, sem er 11,6 prósent aukning. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 1.169 frá árinu 2020 eða um 6 prósent og því er spá Akureyrarbæjar eilítið varfærnari en hefur raungerst síðastliðin ár segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. -
Reykjavík er höfuðborg okkar allra
- 20.02
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. -
50 ár frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári
- 19.02
Fimmtíu ár verða liðin frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Vakin var athygli á þessum væntanlegu tímamótum á fundi bæjarráðs Norðurþings nýverið.