Airbus 319-vél Niceair lendir á Akureyrarflugvelli um kl. 13 í dag
Airbus 319-vél Niceair er komin í loftið og lendir á Akureyrarflugvelli um kl. 13 í dag. Hún kemur frá Lissabon í Portúgal þar sem hún hefur verið í viðhaldi og eins var hún máluð í einkennislitum félagsins.
Fyrsta flug Niceair verður frá Akureyri til Kaupmannahafnar á fimmtudag, 2. Júní og er uppselt í það flug. Flogið verður tvisar í viku til Kaupamannahafnar og tvisvar til Lundúna, fyrsta flug þangað verður á föstudag. Auk þess verður flogið einu sinni í viku til Tenerife. Bókanir í fyrstu flug félagsins líta vel út og er uppselt í fyrsta flugið.
Þeir sem vilja fylgjast með Airbus 319 vélinni á fluginu til Akureyrar geta fylgt henni á flightradar24.com – flugnúmerið er HFM210P.