Öllum sóttvarnaraðgerðum varðandi aðstandendur og aðra gesti hjá Heilusvernd hjúkrunarheimilum hefur verið aflétt. Viðbragðsráð Heilsuverndar Hjúkrunarheimila hefur tekið þetta ákvörðun að því er fram kemur á vef þeirra.
Þrátt fyrir afléttingar á takmörkunum verður grunnsóttvörnum sinnt áfram og fólk beðið um að fara varlega í umgengni við viðkvæma einstaklinga. Þá eru þeim sem hafa einkenni umgangspesta beðnir um að bíða með heimsóknir á meðan.
"Með hækkandi sól höldum við áfram að bæta inn viðburðum, fjölga gestum og efla enn frekar lífsgæði lífi íbúa og notenda hjá okkur.," segir í tilkynningu og þakkað fyrir góða samvinnu í baráttunni við Covid sem nú hefur staðið í rúmlega 2 ár.