20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
ADHD námskeið fyrir konur loks aðgengilegt utan höfuðborgarsvæðis
ADHD á kvennamáli er heiti á vinsælu námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða upp á á Netinu í haust. Þ.e. dagana 18.- 25. september og 2. október frá kl. 18-20.30.
Markmiðið með námskeiðinu er að fræða og styðja við þann hóp kvenna sem fær greiningu á ADHD á fullorðinsaldri og hefur þörf fyrir að dýpka og auka skilning sinn á eigin ADHD í öruggu og fordómalausu umhverfi. Lögð er áhersla á að skoða ADHD á jákvæðan hátt og horfa til styrkleika, tækifæra og sjálfsmildis.
Þær Kristbjörg og Sigrún segja mikla þörf á því að styðja við konur utan höfuðborgarsvæðisins, en námskeiðið hefur slegið hefur í gegn á höfuðborgarsvæðinu og er nú loks aðgengilegt konum sem búa utan þess. , „Það er gríðarleg eftirspurn eftir stuðningi og fræðslu á landsbyggðinni” segir Kristbjörg.
Kerfið þarf að gera betur
Konur hafi í auknum mæli verið að fá ADHD greiningu sem sé algjörlega dásamlegt en það vantar allan stuðning og fræðslu fyrir fólk í kjölfar greiningarinnar. „Kerfið þarf að gera betur og þangað til það hefur bolmagn til þess erum við Sigrún að grípa þessa einstaklinga, markþjálfa, ráðleggja og fræða. Við hlökkum til að hitta ADHD konur af af landsbyggðinni, fræða og aðstoða þær við að ná sátt, finna styrkleika sína og valdeflast í félagsskap annarra ADHD kvenna." segir Kristbjörg.