Áætluð verklok í lok næsta árs

Fyrsta skóflustungan tekin. Mynd/epe
Fyrsta skóflustungan tekin. Mynd/epe

Fyrsta skóflustunga að  nýju fjölbýlishúsi við  Útgarð 2. á Húsavík var tekin á föstudag sl.  Um er að ræða níu íbúðir fyrir 55 ára og eldri ásamt bílageymslu.

Það er Naustalækur ehf. sem er byggingaraðili og aðal-verktaki er Trésmiðjan Rein.

Að sögn Sigmars Stefánssonar framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Reinar eru átta íbúðir nú þegar fráteknar af níu. Íbúðirnar eru sérstaklega ætlaðar íbúum á aldrinum 55 ára og eldri eins og fyrri fjölbýlishús við Útgarð.

Jarðvinna er nú þegar komin á fullt skrið og strax í kjölfarið verður hafist handa við byggingarframkvæmdir. „Vonandi getum við byrjað um miðjan júní,“ segir Sigmar í samtali við Vikublaðið og bætir við að áætluð verklok verði í lok næsta árs.

Sigmar

Sigmar Stefánsson, framkæmdastjóri Trésmiðjunnar Reinar gefur fyrirmæli áður en fyrsta skóflustungan var tekin

Nýjast