2500-3000 manns á Andrésar andar leikunum
Andrésar andar leikarnir á skíðum fara nú fram í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar en þetta er í 39. sinn sem leikarnir eru haldnir. Keppendur eru um 800, sem er aukning um 100 frá því í fyrra. Með þjálfurum, fararstjórum og fjölskyldum má gera ráð fyrir að 2500-3000 manns sæki Akureyri heim í tengslum við leikana. Aðstæður í Hlíðarfjalli eru nú með allra besta móti og búast mótshaldarar við miklu fjöri á leikunum í ár.
Meðfylgjandi myndir tók Þórir Tryggvason í gærkvöldi
Nánar er fjallað um leikana í prentútgáfu Vikudags í dag