Til varnar kisum
Pistlar og aðsendar greinar
26.07
Fyrir nokkru kom í Ríkissjónvarpinu all ítarleg frétt og viðtal um lausagöngu katta á Akureyri. Fréttin hófst á kynningu, „Akureyringar eru orðnir langþreyttir á lausagöngu katta í bænum“. Þar sem ég er Akureyringur í húð og hár og kattaeigandi lagði ég við hlustir. Vitnað var í Akureyringa eins og búið væri að ræða við þá alla og þarna væri því samróma álit þeirra. Ég kannaðist ekki við að hafa verið spurður álits sem Akureyringur, sem og enginn þeirra fjölmörgu sem ég ræddi við og eru í sömu sporum og ég.
Lesa meira