Mannlíf

Downs - dagurinn er i dag

Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.

Lesa meira

Akureyri - næsta borg Íslands

Áhrifasvæði Akureyrar er stórt en það nær um allan Eyjafjörð og að einhverju marki austur til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Svæðið hefur vaxið hratt á síðustu árum og nú búa þar um 8% þjóðarinnar. Vöxturinn hefur verið með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu enda hafa sveitarfélögin í nágrenni Akureyrar einnig verið í miklum vexti og mikilvægi sterkra byggða í nágrenninu er gífurlegt, því þær styrkja Akureyri og hlutverk hennar enn frekar.

Lesa meira

Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun

Ný námsleið verður í boði næsta haust innan hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri í samstarfi í félagsráðgjafadeild Háskóla Ísland.

Þetta er framhaldsnám á meistarastigi, 60 ECTS og ber heitið Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun. Megininntak námsins er sérhæfing á sviði heilabilunar með áherslu á persónumiðaða, heildræna og samþætta ráðgjöf og þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra auk ráðgjafar og fræðslu til faghópa, almennings og stofnana. Námið er þverfræðilegt enda krefst ráðgjöf í heilabilun víðrar sýnar og samstarfs margra aðilasegir í tilkynningu.

Mikið samfélagslegt gildi

Námsleið þessi hefur mikið samfélagslegt gildi þar sem hún er unnin í samræmi við stefnumótun og aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum fólks með heilabilun. Mikil þörf er á aukinni menntun og fagþekkingu í þessum málefnum í ljósi ört vaxandi hóps með heilabilun og er mikilvægt fyrir heilbrigðis og velferðarkerfið í heild. Starfsvettvangur ráðgjafa í málefnum fólks með heilabilun er talinn víðtækur en þar á meðal eru stjórnunar og ráðgjafastörf innan heillbrigðis-og velferðarkerfisins eins og innan heilbrigðisumdæma, minnismóttaka, heilsugæslu, heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu, dagþjálfunar og hjúkrunarheimila.

Lesa meira

Ný kvikmynd um Stellurnar frumsýnd í dag

Áhugahópurinn  um varðveislu sögu togara Ú A  lætur sér ekki nægja að fjármagna smíði líkana af togurunum því aukin heldur stendur hópurinn fyrir þessari kvokmynd sem hér má sjá fyrir neðan .

Myndin segir söguna frá kaupunum á Stellunum frá Færeyjum  

Það voru þeir Sigfús Ólafur Helgason og Trausti  Guðmundur sem unnu myndina fyrir hópinn sem er leiddur eins og fram hefur komið  af Sigfúsi.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi fyrir birtingu myndarinnar, gjörið svo vel !

https://www.facebook.com/share/v/FrQsVmZaxYvEXUEx/?mibextid=K35XfP

Lesa meira

Merkri sögu iðnaðarbæjarins verður haldið á lofti

„Iðnaðarsaga Akureyrar er merkileg og við munu leggja okkar metnað í að segja hana,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en í liðinni viku færðist rekstur Iðnaðarsafnsins yfir til Minjasafnsins. Fyrsta verkefnið er opnun ljósmyndasýningar í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 17. Þar verða sýndar 120 ljósmyndir frá hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum sem störfuðu í bænum á árum áður. Sýningin verður í Minjasafninu en færist yfir í Iðnaðarsafnið með sumaropnun þess.

Lesa meira

Leikdómur - Bróðir minn Ljónshjarta, skemmtileg og falleg sýning

Leikfélag Hörgdæla - Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar í leikgerð Evu Sköld.

Leikstjóri:Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Framkvæmdarstjóri:Kristján Blær Sigurðsson
Aðstoðarframkvæmdarstjóri:María Björk Jónsdóttir
Leikmyndahönnuður:Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Ljósahönnuður:Þórir Gunnar Valgeirsson 

Lesa meira

Nýr hlaðvarpsþáttur - heilsaogsal.is / AFMÆLISÞÁTTUR Sigrún Heimisdóttir

Þátturinn að þessu sinni er sérstakur afmælisþáttur þar sem 3 ár eru liðin frá því að Heilsu- og sálfræðiþjónustan hóf starfsemi. Í þættinum lítur Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri, yfir farinn veg, ræðir stöðuna í dag og hvert stefnan er tekin. Hún kemur með gagnleg ráð til að draga úr streitu og ræðir ferðalagið til bata. 

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Bróðir minn Ljónshjarta

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir  í kvöld, fimmtudagskvöldið 7.  mars verkið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er á Melum í Hörgársveit. Sýningar verða einnig um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 16. Verkið verður sýnt áfram næstu helgar og um páskana.

Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það. En það er svikari í Kirsuberjadal sem aðstoðar það grimma í þeim heimi, Riddaranum Þengli og hans fólk ásamt eldspúandi drekanum Kötlu sem eiga sitt aðsetur í Þyrnirósadal.

Lesa meira

55 ár liðin frá Linduveðrinu

Óhætt er að segja að veðrið á Akureyri í dag sé  eins langt frá  veðrinu sem hér geisaði 5 mars fyrir 55 árum en þá gekk  Linduveðrið sem ætíð hefur verið nefnt svo yfir  Akureyri og nágranna byggðarlög.  Líklega eitt versta veður sem gengið hefur yfir og hafði í för með sér mikið tjón. 

Þak fauk af húsum, þar á meðal Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu veðrið er líka  kennt við þann atburð.   Fjölmargir bílar skemmdust, rafmagn fór af enda kubbuðust fjölmargir rafmagnsstaurar sundir  eins og um eldspýtur væri að ræða og skólabörn lentu í hrakningum á leið úr skóla.   

Besta veður var að morgni , sunnan gola,  bjartviðri og 5 stiga hiti og hélst svo fram yfir hádegi þegar fárviðrið skall á afar snögglega en versta veðrið stóð yfir í um klukkustund,  ,,og mátti heita ófært hverjum manni," segir Sverrir Pálsson í fréttapistli sem hann sendi Morgunblaðinu.  Alþýðumaðurinn, blað jafnaðarmanna sem gefið var út á Akureyri á þessum tíma var heldur ekki að skafa utan af hlutnum og spurði á forsíðu

,,Er Akureyri Sódóma nútímans - sem drottinn var að refsa?" (sjá mynd hér  að ofan)

Mikið annríki var hjá lögreglu í veðurofsanum, en m.a. voru börn nýfarin heim í hádegismat í grunnskólum bæjarins þegar veðrið skall á og var í mörgum tilfellum óvissa um afdrif þeirra þegar þau skiluðu sér ekki heim.  Mörg barnanna leituðu skjóls í húsum hér og þar á leiðinni heim, m.a. í sundlaugarbyggingunni, íþróttahúsinu og iðnskólanum sem þá var í byggingu.  Matarhlé var ekki hafið í Gagnfræðaskólanum og voru nemendur þar kyrrsettir í skólanum þar til veður gekk niður.  Mikið kurr  varð meðal bæjarbúa vegna þeirrar ákvörðunnar sumra skólastjórnenda að senda  nemendur út í veðrið.

Þess var sérstaklega getið  getið að Steindór Steindórsson skólameistari hafi fallið í hálku í námunda við Menntaskólann og fótbrotnað illa og hafi þurft að hírast nokkurn tíma í því ásigkomulagi þar til hann fannst, aftur er það Alþýðumaðurinn sem segir frá:

,,  Slys urðu furðulítil á fólk.  Mesta slysið var að skólameistari, Steindór Steindórsson fótbrotnaði skammt frá M.A.  Bar skólameistari sig hetjulega þá er sjúkrahúsi var náð þrátt fyrir vosbúð og þjáningar.  Það var menntaskólanemi sem fyrstur kom á vettvang og hlífði hann skólameistara með líkama sínum unz fleiri komu til aðstoðar."  

 

Lesa meira

Stefnt að því að setja upp sleðabraut í Hlíðarfjalli

Óskað hefur verið eftir heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls, skíðasvæðisins við Akureyri. Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindið.

Óskin er til komin vegna áforma um leggja sleðabraut frá bílastæði austan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs. Aðeins efsti hluti brautarinnar er innan þess svæðis sem gildandi deiliskipulag nær til. Hér er um að ræða sleðabraut (Alpine Coaster) sem er vinsæl og fjölskylduvæn afþreying víða erlendis en engin slík braut hefur verið sett upp á Íslandi.

Lesa meira