Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar
Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins. Í aprílmánuði voru haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi. Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.