Mannlíf
07.02
Guðmundi Vilhjálmssyni er margt til lista lagt en hann á og rekur Garðvík ehf. á Húsavík. Samkvæmt síðasta matgæðingi er Guðmundur matmaður mikill og því vel við hæfi að hann taki við keflinu. „Sá matur sem mér þykir bestur sem hátíðarmatur er reyktur kjúklingur. Móðir mín tjáði mér þegar hún dvaldi langdvölum í Reykjavík með veika systur mína, þá hafi hún farið með Margréti móðursystur sinni á Hótel Holt og þær fengið þennan dýrindisrétt. Margrét móðursystir mömmu var gift Gísla Guðmundssyni alþingismanni og var mikið samband á milli heimilanna,“ segir Guðmundur sem er matgæðingur vikunnar, við gefum honum orðið.
Lesa meira
Mannlíf
01.02
Egill Páll Egilsson
Agnes Ýr Guðmundsdóttir er fædd og uppalin á Húsavík. Eftir útskrift í Framhaldsskólanum á Húsavík fór hún beint til Bremen í Þýskalandi í eitt ár, og svo heim til Húsavíkur í eitt ár aftur að vinna (bætti reyndar við sig stærðfræði, tækniteiknun, eðlisfræði samhliða því í FSH). Þaðan fór Agnes til Ítalíu (Rómar) í ítölskunám og vinnu, og svo í Kópavoginn. Hún fór þá í Iðnskólann í Hafnarfirði og tók próf í Iðnhönnun, vann á fasteignasölu og arkítektastofu (ASK). Þaðan lá leiðin til Barcelona þar sem Agnes lærði arkítektúr og vann á arkítektastofu í stórum og spennandi verkefnum með Richard Rogers teyminu frá UK. Þaðan til Los Angeles, bætti við sig meistaranámi í innanhússarkítektúr (MIA), og vann á nokkrum arkítekta og hönnunarstofum meðfram því.
Agnes eignaðist 3 stelpur á 5 árum með Jesse, eiginmanni sínum. „Við fluttum niður að ströndinni í Long Beach þar sem við búum enn þá (eða allt dótið okkar býr þar núna í okkar íbúð).“
Fjölskylduhagir?
Á 3 dætur, Lóu, Eyju og Völu með manninum mínum Jesse og nú búum við í Gamla Skólanum á Húsavík.
Við fluttum heim til Húsavíkur í Ágúst 2020, en það sem ýtti okkur af stað núna sérstaklega var að það stóð þannig á að Jesse gat komist frá vinnu frekar auðveldlega. Ég var ekki byrjuð að vinna úti eftir barn nr.3 og eldri stelpurnar voru búnar að vera heima síðan í mars þegar öllum skólum var lokað. Barn í 1. bekk og Forskóla í fjarkennslu (og lítið systkini sem er svolítið fyrir að trufla) er eitthvað sem bara gengur ekki upp, annað foreldrið vinnandi úti allan daginn mánudaga til laugardags yfirleitt, það var allavega ekki auðvelt fyrir mig. Mér fannst mjög erfitt að sjá til þess að þær kláruðu öll verkefni o.þ.h, þó það væri svo sem ekkert mikil pressa frá skólanum því þetta var mjög í lausu lofti og enginn vissi hvað þetta yrði langt tímabil, allir voru bara að reyna að meika kannski 2 vikur í senn.
Við ræddum Íslandsflutning af og til um sumarið en tókum svo bara ákvörðun í byrjun ágúst, og allt gekk upp. Við spurðumst fyrir og leigðum svo fullbúna íbúð með öllu sem þarf (og þar að auki við hliðina á barnaskólanum, í þessu gamla fallega húsi „Gamla Skólanum“) og bíl með bílstólum sem beið okkar á Keflavíkurflugvelli við komuna, hlaðinn af heimasmurðu nesti. Við komum bara með ferðatöskur og öll þau hlýju föt sem við áttum ónotuð frá LA.“
Lesa meira
Mannlíf
22.01
Akureyringurinn Benedikt Brynleifsson er einn helsti trommuleikari landsins og hefur starfað sjálfstætt sem slíkur í meira en áratug. Hann hóf ferilinn með 200.000 Naglbítum á sínum tíma og hefur spilað í ótal hljómsveitum og með ýmsum tónlistarmönnum undanfarin ár. Benedikt er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum....
Lesa meira
Mannlíf
18.01
Egill Páll Egilsson
Sonja Sif Þórólfsdóttir, blaðamaður á mbl.is á ættir að rekja í Bárðardal og Tjörnes en er uppalin á Húsavík. Hún er gallharður Liverpool aðdáandi og ástríðufullur súrdeigsbakari. Sonja Sif er Norðlendingur vikunnar.
Fjölskylduhagir?
Ég leigi með vinkonu minni og Húsvíkingnum Ásrúnu Ósk Einarsdóttur í Vesturbæ Reykjavíkur um þessar mundir.
Helstu áhugamál?
Ég tek reglulega upp ný áhugamál en svo gleymi ég þeim jafnóðum eða hef ekki tíma fyrir þau. En fréttir, stjórnmál og fótbolti hafa fylgt mér lengi. Síðan hef ég áhuga á kaffigerð, súrdeigsbakstri og tók nýlega upp á því að prjóna.
Lesa meira
Mannlíf
17.01
Freyr Ingólfsson er efnaverkfræðingur og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem á Íslandi. Hann er búinn að vera að hrærast í kísiliðnaðinum undanfarin 4 ár og ný tekinn við sem framkvæmdastjóri framleiðslu Elkem á Íslandi en var þar á undan hjá PCC BakkiSilicon sem hráefnasérfræðingur, framleiðslustjóri og framkvæmdastjóri lokavöru. Freyr hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna.
Lesa meira