Mannlíf

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Magni Ásgeirsson tónlistarmaður

Magna Ásgeirsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn af okkar fremstu söngvurum um árabil. Hann sló í gegn sem söngvari í Á móti sól, vakti heimsathygli fyrir þátttöku sína í Rock Star Supernova fyrr á þessari öld og hefur oft verið nærri því að komast í Eurovision fyrir hönd okkar Íslendinga. Magni býr og starfar á Akureyri þar sem hann unir sér vel og rekur hér tónlistar skóla þar sem hann sinnir einnig kennslu. Ef ástandið væri eðlilegt væri Magni að spila á tónleikum flestar helgar en þar sem árið er frekar óeðlilegt hefur minna verið um spilamennsku í ár. Magni er Norðlendingur vikunnar og við skulum forvitnast frekar um söngvarann.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Orkufrekur iðnaður sem næst auðlindunum

Í fréttinni er komið inn á málefni Kísiliðjunnar í Mývatnssveit en starfsemi hennar lagðist af árið 2004 eftir að hafa framleitt kísilgúr frá árinu 1967. Einnig er komið inn á virkjunarmál í Þingeyjarsýslu en saga stóriðju og virkjana í Þingeyjarsýslu er orðin löng og er enn verið að rita miðað við nýjustu fréttir um frekari uppbyggingu á Bakka við Húsavík.
Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Séra Sólveig Halla

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er Norðlendingur vikunnar en hún var í haust fastráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli en hafði þá gegnt embættinu í afleysingum í eitt ár. Hún er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal. Sr. Sólveig Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol. prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004 og hóf störf hjá Akureyrarkirkju um sumarið sama ár þar sem hún sinnti æskulýðsmálum. Hún var svo vígð sem safnaðar- og skólaprestur við Akureyrarkirkju hinn 18. september 2005 og sagði því starfi svo lausu fimm árum síðar. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Páli Tryggvasyni, og nýfæddri dóttur, að Þverá í Reykjahverfi Þingeyjarsýslu þar sem þau hófu fjárbúskap. Sólveig Halla segist ekki hafa mikið svigrúm í dag fyrir sérstök áhugamál vegna anna en segist hina fullkomnu helgi vera samvera með fólkinu sínu í sumarhúsi fjölskyldunar. „Utan vinnu er best í heimi að njóta samverunnar með fjölskyldu, stórfjölskyldu og vinum, lesa góðar bækur, skáldsögur eða um andleg/trúarleg málefni eða tengt fjölskyldufræðum. Góður göngutúr er líka frábær andleg hleðsla en telst tæplega áhugamál....
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Saga Geirdal Jónsdóttir

Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. Á löngum starfsferli hefur hún nánast eingöngu starfað við leiklist á einn eða annan hátt.Hún hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1964 og var í hópi fyrstu fastráðnu leikara LA árið 1973. Nokkrum árum síðar fór hún til starfa hjá öðrum leikhúsum sunnan heiða. Hún hefur komið við sögu hjá flestum miðlum sem sinna leiklist. Hún á að baki tugi hlutverka hjá LA, LR, Þjóðleikhúsinu, sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum. Meðal hlutverka sem hún hefur leikið má nefna kvenhlutverkin í BarPari í Borgarleikhúsinu, Dans á rósum í Þjóðleikhúsinu og Gógó í kvikmyndinni Djöflaeyjunni. Saga er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum...
Lesa meira

Þægilegt líf í hitanum í Brasilíu

Vilhjálmur Ingi Árnason starfaði lengi sem íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri en hefur búið í Brasilíu í hátt í tuttugu ár. Hann fór fyrst til landsins um áramótin 2000/2001 en Vilhjámur glímdi við slitgigt og bólgur og leitaði í hitameðferð við Miðjarðar hafið. Svo æxluðust hlutirnir þannig að Vilhjálmur endaði sem Brasilíubúi. Vikublaðið hafði samband við Vilhjálm og forvitnaðist um líf hans í Suður-Ameríku. „Eftir margra ára íþróttakennslu við Menntaskólann á Akureyri tókst mér að ofbjóða svo hnjánum við kennsluna að þau voru orðin mjög illa farin af slitgigt og bólgum. Algengasta ráðið til að lina bólgur er hitameðferð þannig að öll sumur að loknu vetrarstarfi í MA, og eftir að ég hætti íþróttakennslunni, sóttist ég eftir að komast í hita erlendis og þá gjarna við Miðjarðarhafið,“ segir Vilhjálmur þegar ég spyr hann um aðdragandann að því að flytja til Brasilíu. „En í einu slíku „hitaferðalagi¨ lá leiðin mín hinsvegar til Karabísku-eyjunnar Kúbu. Þar hitti ég brasilíska dömu sem bauð mér að koma og heimsækja sig til niður til Brasilíu. Ég lét ekki ganga lengi á eftir mér og strax næsta vetur skellti ég mér þangað. Mér leið svo vel í hitanum að ég ákvað að flytja til þangað eins fljótt og kostur væri.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 22. október og farið er um víðan völl í blaði vikunnar að vanda
Lesa meira

Tónleikum Víkings Heiðars frestað

Tónleikum einleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar, sem fara áttu fram í Menningarhúsinu Hofi 25. október, verður frestað vegna hertra fjöldatakmarkana
Lesa meira