Mannlíf

Starfatorg: Bylting fyrir eldri borgara

Brynja Sassoon er nýflutt til Húsavíkur eftir að hafa búið í Svíþjóð í 30 ár. Þar kynntist hún verkefni sem byggir á því að auka lífsgæði eldra fólks, ekki síst þeirra sem neyðast til að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. Verkefnið snýr að því að aðstoða fólk sem er komið af vinnumarkaði sökum aldurs eða örorku til að taka að sér tímabundin störf á þeirra eigin forsendum. Það er ákveðna tíma á dag, viku eða á mánuði. Eins og kunnugt er, eru ákvæði í sumum kjarasamningum að við ákveðin aldursmörk er starfsmönnum gert að láta af störfum þrátt fyrir að hafa góða heilsu og löngun til að vinna áfram eða vera í hlutavinnu meðan heilsan leyfir. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með Brynju á dögunum og ræddi verkefnið sem hún stýrir í samtarfi við Vinnumálastofnun og Framsýn, stéttarfélag.
Lesa meira

Nýr forstöðumaður í Hlíðarfjalli

Brynjar Helgi Ásgeirsson er nýr forstöðumaður í Hlíðarfjalli en senn styttist í opnun og því í mörg horn að líta hjá nýjum forstöðumanni. Brynjar er nýlega tekinn við og hefur verið að koma sér inn í starfið undanfarna daga. Hann var áður eigandi og einn af þjálfurum hjá CrossFit Hamar, en hreyfing og útivist er eitt af helstu áhugamálum Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Vikublaðið fékk hann til svara nokkrum spurningum um nýja starfið og sjálfan sig. „Það leggst mjög vel í mig. Starfið er krefjandi á marga vegu og tekur alltaf tíma að komast inn í hlutina. Nú eru liðnar tvær vikur síðan ég byrjaði og hér er frábært starfsfólk sem hefur aðstoðað mig mikið í að koma mér inn í starfsemina.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Kynslóðunum teflt saman í tónleikaröð í Hofi

Lesa meira

Ólafía Hrönn leikur Skugga-Svein

Lesa meira

Úr óveðurskafla yfir í heimsfaraldur

Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.
Lesa meira

Friðrik Ómar slaufar jólatónleikunum

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Fer til Egilsstaða til að slaka á

Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast nær kölluð býr á Húsavík en hún er gift Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Þau eiga þrjú börn, Aðalheiði Helgu 12 ára, Magnús Hlíðar 7 ára og Blædísi Borg 4ra ára. Gunnu Dís þarf vart að kynna en hún hefur stýrt vinsælum útvarps og sjónvarpsþáttum um árabil og í seinni tíð er erfitt að hugsa um Eurovisjon sönglagakeppnina án þess að muna eftir Gunnu Dís enda hefur hún með sínum heillandi persónuleika verið einn allra besti Eurovisjon-kynnir sem Íslendingar hafa alið af sér. Í dag starfar hún á skrifstofu Sjóvá á Húsavík en þar hefur aldrei verið skemmtilegra að huga að tryggingum en einmitt nú. Gunna Dís er frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum, þremur bræðrum, föðurbróður, ömmu og afa en í dag er hún Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

Viðtal: Þakklát fyrir að geta hjálpað svo mörgum

Júlía Margrét Birgisdóttir er einstæð þriggja barna móðir á Húsavík sem nýlega stofnaði Facebook síðu fyrir sjónrænt skipulag sem hefur sprungið út og telur í dag um 4500 fylgjendur. Júlía á tvo syni og eina dóttur en synir hennar eru báðir geindir með einhverfu. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við hana á dögunum um áfallið við að komast að því að drengirnir væru með einhverfu og verkefni hennar að temja þeim sjálfstæði í daglegum athöfnum. Júlíu er ágætlega lýst sem hlýrri og líflegri ungri konu sem er svolítið eins fiðrildi með sitt leikandi augnaráð, litríka persónuleika og bros sem minnir á sumarið. Hún starfar á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík og er í sérkennsluteymi leikskólans. Reynsla hennar og þekking á sjónrænu skipulagi nýtist henni afar vel í starfinu og nú eru um 4500 landsmenn sem nota ráð hennar á Facebook-síðunni sem hún stofnaði í fyrstu bylgju Kófsins. „Ég var að „trilla“ í leikskólanum. Ég mátti ekki fara inn á deildir og sá um að labba með matarvagna að deildum, sótthreinsa alla snertifleti og sjá til þess að duglega starfsfólkið fengi kaffisopa. Ef eitthvað vantaði þá redduðu trillur því. Inn á milli var ég með aðstöðu í salnum til að sinna verkefnum tengd jákvæðum aga og margt fleira. Einn daginn var ég að gera hugmynd að sjónrænu skipulagi og fannst það geta hjálpað mörgum og byrjaði á því að setja skipulagið inn á like-síðu leikskólans,“ útskýrir Júlía og bætir við að hún hafi strax fundið fyrir miklu þakklæti frá foreldrum.
Lesa meira