20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Sá sem ekki kann að elda hefur ekkert að gera á þing“
Guðmundur eldar oft lambakjöt og telur hann að lambakjöt af Langanesi sé í sérflokki. Hér má sjá hann með hálfan lambahrygg af Finnafjarðartrölli, en svo nefnast lömb Reimars bónda á Felli í Finnafirði.
Guðmundi Vilhjálmssyni er margt til lista lagt en hann á og rekur Garðvík ehf. á Húsavík. Samkvæmt síðasta matgæðingi er Guðmundur matmaður mikill og því vel við hæfi að hann taki við keflinu. „Sá matur sem mér þykir bestur sem hátíðarmatur er reyktur kjúklingur. Móðir mín tjáði mér þegar hún dvaldi langdvölum í Reykjavík með veika systur mína, þá hafi hún farið með Margréti móðursystur sinni á Hótel Holt og þær fengið þennan dýrindisrétt. Margrét móðursystir mömmu var gift Gísla Guðmundssyni alþingismanni og var mikið samband á milli heimilanna,“ segir Guðmundur sem er matgæðingur vikunnar, við gefum honum orðið.