Mannlíf

Hefur þú skoðun?

Hefur þú skoðun á breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið í kringum Glerártorg og fyrirhugaðri skipulagningu íbúðalóða syðst í Naustahverfi (Naust III)?

Kíktu á tillögurnar og ræddu málin við starfsfólk skipulagsdeildar Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Íbúum Akureyrar fjölgaði um nærri tvöhundruð á níu mánuðum

20,383 íbúar voru skráðir með lögheimili á Akureyri um síðustu mánaðamót, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Miðað við 1. desember á síðasta ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 183, sem er 0,9 prósenta fjölgun en landsmeðaltalið á ‏þessu tímabili er 1,7 prósent. 

Lesa meira

Allir sex skólameistararnir samankomnir

Sex hafa gegnt starfi skólameistara VMA í þau fjörutíu ár sem skólinn hefur starfað. Öll mættu þau í móttöku sem efnt var til fyrir fyrrverandi og núverandi starfsmenn VMA.

Lesa meira

40 ára afmæli Síðuskóla í dag fimmtudag

Haldið verður upp á 40 ára afmæli Síðuskóla í dag 5. september kl. 16 í íþróttahúsi skólans.  Að lokinni formlegri dagskrá verður farið í skrúðgöngu um hverfið og loks boðið upp á veitingar í matsal skólans. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Enn að störfum 40 árum síðar

Tveir kennarar sem hófu störf við Verkmenntaskólann á Akureyri þegar starfsemi hans hófst haustið 1984 eru enn að störfum, kennararnir Erna Hildur Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson.  Verkmenntaskólinn varð til við samruna þriggja skóla, þ.e. framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans á Akureyri, Iðnskólans á Akureyri og Hússtjórnarskólans á Akureyri

Lesa meira

Nýir læknar til starfa á Kristnesspítala

Kristrún Erla Sigurðardóttir sérfræðingur í heimilislækningum og Valgerður Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum hafa verið ráðnar til starfa innan öldrunarlækningateymis SAk á Kristnesspítala.

Lesa meira

Miðgarðakirkja í Grímsey

„Við tökum eitt skref í einu og að einn góðan veðurdag náum við að ljúka því,“ segir Alfreð Garðsson formaður Sóknarnefndar í Grímsey. Vinnu við uppbyggingu nýrrar Miðgarðakirkju hefur miðað vel áleiðis. Kirkjan brann til kaldra kola í september fyrir þremur árum.

Lesa meira

Bændur víða að ljúka seinni slætti

„Það hefur verið mjög blautt undanfarna daga og vikur, mun meiri rigningar ern við eigum að venjast og það hefur gert bændum lífið leitt,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Bændur eru víða í öðru slætti sumarsins, sem er nokkuð óvenjulegt miðað við mörg undafarin ár en þekktist áður fyrr. „Þessi bleytutíð hefur sannarlega sett strik í reikninginn,“ segir hann.

Lesa meira

Fjölsótt og vel heppnað 40 ára afmælishóf VMA

Fjörutíu ára afmælishátíðin í Gryfjunni í gær var sérlega ánægjuleg í alla staði. Fjölmargir sóttu skólann heim af þessu tilefni, nemendur núverandi og fyrrverandi, starfsmenn núverandi og fyrrverandi og fjölmargir aðrir góðir gestir. Að loknum ræðuhöldum var boðið upp á glæsilega afmælistertu – reyndar voru þær fimm – og fólk naut stundarinnar og rifjaði upp eitt og annað frá liðinni tíð.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyjafjarðar - Yndisleg sólarstund með eldri borgurum á Birkivelli

Yfirþjónar Akureyrar, þau Halla og Finnur sem stýrðu glæstustu veislum bæjarins á síðustu öld, Sjallinn, Bautinn, Kea osfrv, þjónuðu til borðs í dag. Þau hafa engu gleymt, köflóttir dúkar á öllum borðum og fagmennskan í fyrirrúmi 

Lesa meira