Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Hjörleif Hjartarson en hann er annar af dúettnum Hundur í óskilum sem slegið hefur í gegn á ný með sýningunni Kvenfólk sem sýnt er þessa dagana í Samkomuhúsinu á Akureyri. Verkið hefur fengið glimrandi dóma gagnrýnenda og áhorfendur halda vart vatni. Hjörleifur er menntaður kennari en hefur síðustu tíu árin fyrst og fremst starfað við skriftir og tónlist og tekur lífinu ekki of alvarlega. Vikudagur settist niður með Hjörleifi.

- Erfiðlega hefur gengið að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á Sjúkrahúsið á Akureyri undanfarið. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk, segir að töluvert vanti af hjúkrunarfræðingum og það sé mat stjórnenda í hjúkrun að það vanti allt að 10 stöðugildi.

-Adolf Ingi Erlendsson íþróttafréttamaður er þekkur fyrir líflegar íþróttalýsingar en spreytir sig nú í eldhúsinu í matarkróki vikunnar.

-Kristnesspítali fagnaði 90 ára afmæli í gær þar sem fjölmargir mættu á hátíð í tilefni dagsins og fjöldi gjafa og peningastyrkja var veittur.

-Akureyrarbær hefur í samráði við Miðbæjarsamtökin gert átak í fegrun miðbæjarins og töluverðan framkvæmdir hafa staðið yfir í miðbænum.

-Ásgeir Ólafsson einkaþjálfari skrifar áhugaverðan pistil um skammtastærðir í mat og drykk.

-Nýir þingmenn í Norðurausturkjördæmi en aðrir hverfa á braut. Pólitíkinni eru gerð góð skil.

-Íþróttirnar eru á sínum stað og Stefán Guðnason er í nærmynd.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast