20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag sitja oddvitar þeirra flokka á Akureyri sem hafa ákveðið að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor fyrir svörum og svara fjórum spurningum. Þannig fá lesendur innsýn inn í stefnu flokkana og hvað þeir standa fyrir. Í blaðinu er rætt við oddvita Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, VG, Framsóknarflokksins, L-listans og Pírata.
-Árið 2017 fjölgaði einstaklingsviðtölum hjá Aflinu um 15,3% frá árinu 2016. Metfjöldi er í nýjum skjólstæðingum og athygli vekur að 3% þeirra sem leituðu til Aflsins í fyrra var vegna mansals.
-Vilhelm Einarsson, oft kallaður Villi Wilson, tók á dögunum við starfi rekstrarstjóra Hamborgarafabrikkunnar á Akureyri. Villi, sem er borinn og barnfæddur Akureyringur og Þórsari, er reynslubolti í veitingageiranum.
-Birkir Blær Óðinsson úr Menntaskólanum á Akureyri kom, sá og sigraði í Söngkeppni framhaldskólanna sem fór fram á Akranesi sl. helgi. Birkir Blær flutti lagið I Put A Spell On You eftir Screamin' Jay Hawkins. Dómnefnd valdi sigurvegarann en alls tóku 24 skólar þátt. Vikudagur fékk Birki Blæ í nærmynd.
-Keppni í Inkassou-deild karla og Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu hefst um helgina og er rætt er við þjálfara Þórs/KA og Þórs um komandi tímabil.
-Kristrún Lind Birgisdóttir sér um matarhorn vikunnar og kemur með girnilegar uppskriftir. Kristrún starfar sem rágjafi hjá sínu eigin fyrirtæki sem heitir Trappa ráðgjöf og er staðsett á Akureyri.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.