Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Matthías Rögnvaldsson forseta bæjarstjórnar á Akureyri sem er á útleið í bæjarmálunum í vor. Hann ætlar að setja sjálfan sig í forgang og einbeita sér að betri heilsu. Matthías starfaði á sambýli fyrir geðfatlaða sem ungur maður sem hafði mikil áhrif á hans sálarlíf og gerði það að verkum að hann fór að þyngjast hratt. Matthías ræðir árin fjögur í bæjarmálunum, andlegu áföllin sem hafa haft djúpstæð áhrif á hann, krefjandi verkefnin framundan í breyttum lífstíl og afahlutverkið sem er handan við hornið.

-Marta Nordal nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segist full tilhlökkunar fyrir starfinu. Eitt af því sem Marta ætlar að  gera til að byggja upp leikhússamfélag er að fastráða leikara. Vikudagur ræddi við Mörtu um leikhússtarfið.

-Leiklistinni er gerð góð skil í blaði vikunnar og ritar Ágúst Þór Árnason leikdóm um Sex í sveit í uppsetningu Leikfélags Hörgdælinga og Lovestar í uppsetningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri.

-Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Ólafur Rúnar Ólafsson, nýtti sér nýjan hjóla- og göngustíg á milli Hrafnagils og Akureyrar og skíðaði í vinnuna í vikunni. Skógræktarfélag Eyfirðinga tróð leiðina frá Kjarnaskógi að Hrafnagili eftir hjóla- og göngustíg sem verður tilbúinn til notkunar sem slíkur síðar á þessu ári.

-Hafnasamlag Norðurlands á von á nýjum og öflugum dráttarbát í sumar en smíði á bátnum stendur yfir í skipasmíðastöð í norðurhluta Spánar.

-Halla Björk Reynisdóttir sér um Matarhornið og býður lesendum upp á girnilegar uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast