Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Karen Nótt Halldórsdóttur skólastjóra í Grímseyjarskóla. Grímsey hefur verið á allra vörum eftir jarðskjálftahrinuna dunið hefur á eyjaskeggja. Karen Nótt flutti til eyjunnar í norðri fyrir tæpum fimm árum og kolféll fyrir samfélaginu. Hún segir lífið í Grímsey líflegt og íbúar láti sér aldrei leiðast. Vikudagur sló á þráðinn til Karenar og spjallaði við hana um lífið í Grímsey.

-Þrátt fyrir töluverða hnökra á beinu flugi bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar í upphafi árs er stjórnandi Super Break, Chris Hagan, nokkuð sáttur við hvernig til hefur tekist. Beint áætlunarflug frá Bretlandi til Akureyrar hófst í janúar en mörg flugin hafa hins vegar endað í Keflavík vegna veðurs.

-Ágúst Þór Árnason ritar leikdóm um Þrek og tár sem sýnt er um þessar mundir í Freyvangsleikhúsinu.

- Iceland Winter Games (IWG) hátíðin verður haldin í Hlíðarfjalli á Akureyri dagana 23.-25. mars nk. Um alþjóðlega vetrarhátíð er að ræða en hátíðin var fyrst haldin árið 2014 en snýr nú aftur eftir tveggja ára hlé. Vikudagur ræddi við framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

-Helga Mjöll Oddsdóttir hefur verið búsett í Barcelona í tvö og hálft ár en hún sér um matarhorn Vikudags og bíður upp á mexíkóskan mat.  

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast