Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Harald Þór Egilsson safnstjóra á Minjasafninu á Akureyri. Upp er runninn fæðingardagur rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna og er hann númer 160 í röðinni. Nonnahús verður opið og Haraldur spjallar
við gesti um Nonna, líf hans og starf. Vikudagur ræddi við Harald.
-Íþróttafélögin KA og Þór vinna að viðbragðsáætlun gegn einelti ásamt Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og er rætt við forsvarsmenn íþróttafélaganna og HA um málið.
-Ný samstarfssamningur um samskipti Akureyrarbæjar við íþróttafélögin í bænum, styrkveitingar, rekstur og önnur sameiginleg hagsmunamál hefur verið undirritaður. Markmið hans er að efla íþróttastarf á Akureyri og tryggja að það verði blómlegt og kraftmikið öllum bæjarbúum til heilla.
-Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur í nógu að snúast þessa dagana enaðventutrén eru senn að verða klár.
-Sportið er á sínum stað og Hafdís Björg Bjarnadóttir þroska þjálfi í Naustaskóla og meistaranemi í kennslufræð
um sér um matarkrók vikunnar.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.