Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ólaf Stefánsson sem hefur verið slökkviliðsstjóri á Akureyri undanfarin tvö ár en hann tók við starfinu á viðkvæmum tímum vegna eineltismála innan slökkviliðsins. Ólafur segir starfsmannahópinn vera samheldan eftir áföll sem dunið hafa yfir og menn standi þétt saman. Þrátt fyrir að 90% starfinu fari í sjúkraflutningar þarf slökkviliðið ávallt vera viðbúið stórum bruna og barðist nýlega við einn stærsta bruna sem upp hefur komið á Akureyri síðari ár. Vikudagur spjallaði við Ólaf um lífið í slökkviliðinu og þær fórnir sem þeir þurfa að færa.

-Kristján Sturluson á Akureyri er annálaður áhugamaður um enska boltann og jafnframt harður stuðningsmaður Wycombe Wanderers sem spilar í neðstu deildinni á Englandi. Liðið er ekki beint það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar enski boltinn ber á góma en Kristján tók ástfóstri á liðinu á unglingsárum. Vikudagur spjallaði við Kristján um þennan einstaka áhuga sinn á Wycombe.

-Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir frá degi í sínum lífi og starfi og Þórgnýr Dýrfjörð hjá Akureyrarstofu er í nærmynd.

-Íþróttirnar eru á sínum stað þar sem fótboltinn er fyrirferðarmikill en einnig fjallað um afrek í frjálsum íþróttum.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast