Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Lindu Maríu Ásgeirsdóttur sem ólst upp í Hrísey og rekur þar veitingastaðinn Verbúðin 66. Hún segir taugarnar til Hríseyja sterkar og hún vilji hvergi annarsstaðar búa. Brottflutningur fólks frá eyjunni veldur íbúum áhyggjum en Linda segir íbúa standa þétt saman og ætli sér ekki að gefast upp þrátt fyrir ýmist mótlæti undanfarin ár.

-Íbúar við götu á Eyrinni á Akureyri hafa áhyggjur af aukinni fíkniefnasölu í einu húsi við götuna þar sem fíkniefnamisferli hefur aukist í húsinu undanfarið ár. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru nokkur hús í bænum sem lögreglan fylgist sérstaklega með.

-Hjónin Katrín Ósk Ómarsdóttir og Jóhann Stefánsson reka samloku-og djússtaðinn Lemon við Glerárgötu á Akureyri en staðurinn opnaði um miðjan síðasta mánuð. Þetta er fjórði Lemon-staðurinn sem er opnaður hér á landi og jafnframt sá stærsti. Katrín og Jóhann segja Lemon hafa fengið góðar viðtökur hjá bæjarbúum.

-Birna Baldursdóttir einkaþjálfari í Bjargi segir frá degi í sínu lífi og starfi og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála á Akureyri er í nærmynd.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast