Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Björn Snæbjörnsson formann Einingar-Iðju stéttarfélags í Eyjafirði. Félagsmálin hafa fylgt Birni frá barnæsku og hann segist vera ágætlega brynjaður fyrir illu umtali sem gjarnan fylgir starfinu, en fjölskyldan geti þó tekið það nærri sér. Félagsstörfin hafa tekið mikinn tíma hjá Birni frá fjölskyldulífinu en til að kúpla sig út úr amstrinu segir hann fátt betra en ferðalög. Vikudagur heimsótti Björn og ræddi við hann um félagsmálin, fjölskylduna, daginn og veginn.  

- Svifnökkvi sem þeysist um Pollinn á Akureyri er nýjung í ferðaþjónustu á svæðinu en það er Arinbjörn Kúld sem á heiðurinn af þessari viðbót. Arinbjörn flutti svifnökkvann inn í vor og hóf að bruna með farþega um Pollinn fyrir um tveimur vikum. Hann gerir út frá lítilli sandvík við Leiruveginn og bíður upp á tíu mínútna hring.

-Lára Stefánsdóttir skólameistari segir frá degi í sínu lífi og starfi og Kristján Kristjánsson fyrrum ritstjóri Vikudags er í nærmynd.

-Alls eru 164 á biðlista eftir félagslegri íbúð á Akureyri, þar af eru 92 að bíða eftir tveggja herbergja íbúðum og 35 eftir þriggja herbergja íbúðum. Samkvæmt upplýsingum Vikudags er bíðtími eftir tveggja herbergja íbúð ekki undir fjórum árum, en um tveggja ára bið er eftir þriggja herbergja íbúðum.

-Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að fyrirspurnir hafi komið frá erlendum flugfélögum varðandi samgöngur frá Akureyrarflugvelli. Lengi hefur verið unnið að því að koma á reglulegu beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og eru góðar samgöngur eitt því sem skiptir höfuðmáli.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast