Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Knattspyrnukonan Sandra María Jessen er óðum að jafna sig eftir slæm meiðsli sem hún varð fyrir í landsleik fyrir skemmstu. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Sandra verið á meðal fremstu knattspyrnakvenna landsins undanfarin ár og gengið í gegnum súrt og sætt á ferlinum. Framundan er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar og þangað stefnir Sandra. Vikudagur settist niður með knattspyrnukonunni geðþekku og spjallaði við hana um fótbolta og lífið. 

-Upptökur á tónlist við eitt stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar til þessa fer fram í Hofi á Akureyri í september í glænýju hljóðveri sem verður vígt við það tilefni. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri MAk, segir að hljóverið verði afar fullkomið.

-Orri Harðarson var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2017-2018 og hyggst einbeita sér á frekari skrifum næsta árið.

-Á sportsíðum blaðsins er hitað vel upp fyrir Pepsi-deild karla og kvenna og rætt við fyrirliða KA og Þórs/KA.

-Sigurður Gestsson líkamsræktarfrömuður er í nærmynd, Rúnar Eff tónlistarmaður segir frá degi í sínu lífi og starfi og matarkrókurinn er á sínum stað.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast