Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Hermann Örn Ingólfsson starfar sem sendiherra í Noregi og býr í Osló ásamt fjölskyldu sinni. Hermann og fjölskylda hafa flutt reglulega á milli staða undanfarin ár en líkar vel við lífið í Noregi. Starf sendiherrans er fjölbreytt en auk hefðbundna starfa hefur Hermann einnig þurft að stökkva í óvænt verkefni eins og að gegna hlutverki sparkspekings í fjölmiðlum vegna vinsælda íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vikudagur spjallaði við Hermann og forvitnaðist um líf og starf sendiherrans í Noregi.
-Bæjaryfirvöld á Akureyri draga lappirnar þegar kemur að dagvistunarúrræðum og sýna þarf meiri metnað og áhuga í málaflokknum. Leikskólakerfið eins og það er í dag er úrelt. Þetta segir Sóley Björk Stefánsdóttir oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn Akureyrar. Sóley skrifar grein í blaði vikunnar ásamt Edward H. Huijbens þar sem þau gagnrýna að sum börn fái ekki leikskólapláss næsta haust.
-Haukur Tryggvason staðarhaldari á Græna hattinum segir frá degi í sínu lífi og starfi, Margrét Kristín Helgadóttir lögfræðingur og fyrrum bæjarfulltrúi er í nærmynd og matarkrókurinn og sportið er á sínum stað.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is