20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Aðalsteinn Sigurgeirsson, betur þekkur sem Steini Sigurgeirs eða Steini í Höllinni, hefur verið forstöðumaður í Íþróttahöllinni á Akureyri í bráðum 35 ár eða allt frá stofnun hallarinnar. Hann var sjálfur mikill íþróttamaður á yngri árum og segir allt sitt líf hafa snúist um íþróttir. Þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaunaaldur situr Aðalsteinn sem fastast í sæti forstöðumanns og segir góðan starfsanda hafa haldið sér í sama starfinu öll þessi ár. Vikudagur heimsótti Aðalstein og spjallaði við hann um árin í vinnunni, uppákomurnar í Höllinni, íþróttaáhugann og fjölskylduna sem Aðalsteinn segir vera sitt helsta áhugamál.
-Íbúar í Gerðahverfi á Akureyri og nálægum svæðum eru uggandi yfir fyrirhuguðum framkvæmdum í Kotárborgum. Í nýju aðalskipulagi Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir nýju hverfi í Kotárborgum og að þar muni rísa alls 260 nýjar íbúðir. Á kynningarfundi vegna nýs aðalskipulags sem fram fór í Hofi á þriðjudaginn var kom fram andstaða við áform bæjarins um uppbyggingu íbúða við Kotárborgir. Ítarlega er fjallað um málið í Vikudegi og rætt við íbúa og fulltrúa skipulagsmála.
-Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir frá degi í sínu lífi og starfi í „Dagur í lífi.“
-Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna.
-Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur slegið í gegn í hlaupaheiminum. Vikudagur spjallaði við Kolbein um lífið í Bandaríkjunum og hver sé lykillinn að árangrinum.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is