20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur falið Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur og uppbyggingu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli með það að markmiði að auka aðsókn og efla þjónustu við bæjarbúa, íþróttaiðkendur og ferðamenn.
-Erlingur Arason lenti í alvarlegu bílsysi fyrir 15 árum með þeim afleiðingum að
hann missti vinstri handlegginn. Hann ákvað strax að láta fötlunina ekki aftra sér í að lifa lífinu til fulls og tók áfallinu af miklu æðruleysi. Hann starfar í dag á Lögmannshlíð og segist þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri á vinnumarkaðnum eftir að hafa komið víða að lokuðum dyrum.
-Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt endurskoðaða tillögu skipulagsráðs bæjarins um verklagsreglur varðandi lokanir gatna í miðbænum á sumrin fyrir bílaumferð. Efla á miðbæjarbraginn með lokunum.
-Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason er 19 ára körfuknattleiksmaður sem leikur með nýliðum Þórs í Dominosdeildinni. Hann hefur á mjög skömmum tíma komist í fremstu röð í körfuboltanum og stefnir í atvinnumennsku. Tryggvi er í ítarlegu viðtali í blaðinu.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is