Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 11. apríl og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Í tengslum við markaðsátak í heilsársferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit varð til hugmynd um að búa til eitthvert risatákn fyrir sveitarfélagið sem einkenndi sveitina og allir þyrftu að koma og sjá. Ákveðið var að búa til risastóra mjólkurkú, þar sem mjólkurframleiðsla er blómleg í Eyjafjarðarsveit.

-Elma Eysteinsdóttir er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni. Elma er margfaldur meistari í blaki og hefur unnið allt sem hægt er að vinna í blakíþróttinni með mörgum liðum, ásamt því að hafa orðið Íslandsmeistari í strandblaki. Undanfarið hefur hún lagt aukna áherslu á hlaup og fjallaskíðamennsku. Vikudagur spurði Elmu út í íþróttalífið.

-Hjónin Þorbergur Ingi Jónsson og Eva Birgisdóttir eru að fara af stað með göngu- og útivistarprógram á Akureyri og nágrenni þann 1. júní sem miðar að því að fá byrjendur til að hreyfa sig í náttúrunni. Vikudagur forvitnaðist um framtakið.

-Harpa Barkardóttir sér um Áskorendapennan og kemur með áhugaverðan pistil.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hafnarstræti 53; Gamli Barnaskólann.

-Alla jafnan eru fermingar fyrirferðarmiklar á þessum tíma árs en vegna kórónuveirunnar verða fermingar ýmist í sumar eða haust í Akureyrarkirkju. Búið er að bóka þónokkrar fermingar í sumar.

-Fulltrúar Menningarfélags Akureyrar hafa sent erindi til bæjaryfirvalda þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styðji við upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað. Óskað er eftir því að bærinn styrki verkefnið með 3 milljóna króna framlagi á árinu 2020.

-Jenný M. Henriksen, grafískur hönnuður í Ásprent, hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna og kemur hér með þrjár uppskriftir sem tilvalið er að prófa um hvítasunnuhelgina.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast