Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 26. mars og er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis:

-Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er ein af þúsundum Íslendinga sem eru í sóttkví. Halla byrjaði í sóttkvínni á mánudaginn var og sinnir m.a. bæjarmálunum heima við.

-Rakel Anna Boulter heldur um áskorendapennan og skrifar áhugaverðan pistil.

-Útbúin hefur verið sérstök einangrunardeild á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) fyrir einstaklinga sem smitaðir eru af Covid-19 veirunni. Starfsemi sjúkrahússins hefur tekið breytingum útaf ástandinu.

-Í húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hrafnagilsstræti 12 (Páls Briemsgata 20)

-Heiðar Ingi Svansson er framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Auk þess er Heiðar tónlistarmaður í hjáverkum. Það er því í mörg horn að líta hjá Heiðari sem er gallharður Akureyringur þótt hann sé búsettur fyrir sunnan. Vikudagur heyrði hljóðið í Heiðari og fékk hann til að svara nokkrum spurningum um lífið og tilveruna.

-Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, samdi nýverið ljóð um stöðuna sem upp er kominn í samfélaginu vegna kórónuveirunnar.

-Hannes Arnar Gunnarsson tók áskorun frá Pétri Guðjónssyni í síðasta blaði og sér um matarhornið þessa vikuna. Hann kemur með uppskrift af girnilegum lúðurétti.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast